Þristur frá Feti IS1998186906
Skip Navigation Links > Afkvæmi
Venjulegt letur    Stórt letur

Þristur

Afkvæmi

Fyrirspurnir


Leita á vefsíðuTeljari: 546896

Afkvæmi


Deila

Þristur var notaður á örfáar hryssur tveggja  vetra gamall, þriggja vetra var hann ekki í hryssum, en eftir
að hann hlaut dóm sinn fjögurra vetra var fjöldi hryssna hjá honum. Því miður eru ekki öll afkvæmi hans skráð í gagnagrunninn Worldfeng og viljum við hvetja eigendur þeirra til að bæta þar úr, en á sjötta hundrað afkvæmi Þrists eru skráð í WF. 
Þristur hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en flest þeirra einkennir gott tölt, frábært geðslag og mikill prúðleiki. Töluvert af afkvæmum Þrists hefur gert það gott í keppni og á kynbótabrautinni, t.d. má nefna Þrennu frá Strandarhjálegu Íslandsmeistara í fjórgangi 2010, Dís frá Jaðri Reykjavíkurmeistara í slaktaumatölti 2012, Randalín frá Efri-Rauðalæk, sigurvegara í tölti KS Meistaradeildar Norðurlands, Kappa frá Kommu, hæst dæmda 4v klárhest í heimi, Fjarka frá Breiðholti, Starra fra Norremark og mörg fleiri. Samkvæmt erfðafræðinni eru 50% líkur á því að hann gefi skjótt á móti einlitri hryssu, en þær líkur aukast ef skjóttri hryssu er haldið undir hann.
Eigendur Þristsafkvæma eru hvattir til að senda okkur myndir til birtingar hér á síðunni, netfangið er
skjoni@simnet.is, en hægt er að skoða myndir af Þristsafkvæmum í myndasöfnun hér á síðunni.
Frekari upplýsingar um afkvæmi Þrists er að finna í gagnagrunninum WorldFeng: www.worldfengur.com