Þristur frá Feti IS1998186906
Skip Navigation Links
Venjulegt letur    Stórt letur

Þristur

Afkvæmi

Fyrirspurnir


Leita á vefsíðuTeljari: 546893

Fréttir


Þristur á leið í Borgarfjörð um helgina

23.7.2015
Stækka mynd
Heiðursverðlaunahesturinn Þristur frá Feti er á leið í Borgarfjörð þar sem hann mun sinna hryssum að Grímarsstöðum á seinna gangmáli. Enn eru nokkur pláss laus og hægt að koma hryssum í hólfið fram að helgi. Pantanir hjá Freyju í síma 694 2562 eða á tölvupósti freyja@grimarsstadir.is. Verð er kr. 90.000 án vsk. Girðingargjald og sónar innifalin.

Þristur er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og hefur margsannað sig sem kynbótahestur, hefur gefið hátt dæmd kynbótahross og keppnishross í fremstu röð, s.s. Þrennu frá Strandarhjáleigu Íslandsmeistara í fjórgangi 2010, Randalín frá Efri-Rauðalæk sigurvegari í töltkeppni KS deildarinnar 2014 og 2015, Stegg frá Hrísdal sem hefur farið í gríðarháar tölur í sporti á sínum fyrstu mótum, aðeins sex vetra, Dís frá Jaðri Reykjavíkurmeistara í T2, Nótt frá Jaðri, Straum frá Feti, Fjarka frá Hólabaki, Spaða frá Fremra-Hálsi, Fjarka frá Breiðholti og mörg, mörg fleiri. Flest afkvæma Þrists eru mýktar klárhross, töltgeng og rúm, en hann hefur einnig gefið afburða vökur hross inn á milli. Í dómsorðum um Þrist segir m.a.: “Þristur gefur háreist og prúð hross með úrvals tölt, góðan vilja og háan fótaburð.”

Ef þú vilt mýkt, fótaburð og rými, ásamt miklu fasi, x-factor og góðu geðslagi þá er Þristur eitthvað fyrir þig!